Bára ánægð með samhuginn

Bára Halldórsdóttir.
Bára Halldórsdóttir. mbl.is/Eggert

„Mér finnst voðalega „næs“ að fólk skuli ætla að segja við mig að því finnist þetta jafn tilgangslaust og mér. Mér finnst voðalega góður þessi samhugur sem ég fæ frá öllum og það er eiginlega það magnaðasta í þessu öllu saman,“ segir Bára Halldórsdóttir um samstöðufundinn sem verður fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.  

Bára hefur verið boðuð til þinghalds í héraðsdómi klukkan 15.15 vegna upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri. Samkvæmt bréfi héraðsdóms til Báru er ástæðan sú að fjórir skjólstæðingar Reimars Péturssonar lögmanns hafa lagt fram beiðni um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna atviksins á Klaustri 20. nóvember.

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Dómkirkjuprestur boðaður 

Að sögn Báru hafa dómkirkjuprestur, ritari Alþingis og fulltrúi Klausturs einnig verið boðaðir til þinghaldsins. Hún segist í sjálfu sér ekki vita mikið um það sem fram fer í dag, einfaldlega bara að hún eigi að mæta á staðinn.

Forsenda beiðninnar sem fjórmenningarnir hafa lagt fram eru ákvæði í lögum um meðferð einkamála. Í bréfinu sem Bára fékk í síðustu viku segir að hún verði ekki skilin öðruvísi en að dómsmál kunni að verða höfðað gegn henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert