„Þjóðin er að springa“

Fjölmiðlar ræddu við Báru Halldórsdóttur að loknu þinghaldi í dag.
Fjölmiðlar ræddu við Báru Halldórsdóttur að loknu þinghaldi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hörður Torfason tónlistarmaður var staddur í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar Bára Halldórsdóttir mætti þangað í dag vegna Klaustursmálsins.

Hann sagðist í samtali við blaðamann vera að sýna stuðning sinn við Báru, ekki veiti af því. Spurður út Klaustursmálið sagði Hörður það vera „voðalega hallærislegt“.

„Menn með sómakennd hefðu einfaldlega staðið upp og sagt „fyrirgefðu þetta gerðist. Við biðjumst afsökunar og segjum af okkur“. Það hefði verið nýr tónn í íslenskri pólitík og við hefðum alveg mátt við því,“ sagði Hörður og nefndi að Alþingi Íslendinga sé að „keyra okkur niður í svaðið“ með hegðun sinni.

„Þjóðin er að springa. Alls staðar þar sem ég kem er fólk yfir sig hneykslað. Svo eru það launamálin líka og kaupmátturinn er lítill.“

Hörður Torfason.
Hörður Torfason. mbl.is/Golli

Hörður sagði framkomu Alþingis undanfarin tíu ár og jafnvel lengur gagnvart almenningi vera fyrir neðan allar hellur. „Þetta hefur ekki batnað. Maður var að vonast til eftir 2008 að Alþingi sýndi útspil og maður hélt og vonaði að kúrsinn væri réttur en hann hefur versnað ef eitthvað er. Hvað gerist í framhaldinu? Þetta er háðung fyrir Alþingi að fjórir meðlimir skuli draga allt Alþingi niður með sér. Það er skömm. Fólk fyrirgefur þetta ekkert, ég held að þetta gleymist ekki,“ sagði hann. 

Margt var um manninn í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Margt var um manninn í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka