„Þjóðin er að springa“

Fjölmiðlar ræddu við Báru Halldórsdóttur að loknu þinghaldi í dag.
Fjölmiðlar ræddu við Báru Halldórsdóttur að loknu þinghaldi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hörður Torfa­son tón­list­armaður var stadd­ur í Héraðsdómi Reykja­vík­ur þegar Bára Hall­dórs­dótt­ir mætti þangað í dag vegna Klaust­urs­máls­ins.

Hann sagðist í sam­tali við blaðamann vera að sýna stuðning sinn við Báru, ekki veiti af því. Spurður út Klaust­urs­málið sagði Hörður það vera „voðal­ega hallæris­legt“.

„Menn með sóma­kennd hefðu ein­fald­lega staðið upp og sagt „fyr­ir­gefðu þetta gerðist. Við biðjumst af­sök­un­ar og segj­um af okk­ur“. Það hefði verið nýr tónn í ís­lenskri póli­tík og við hefðum al­veg mátt við því,“ sagði Hörður og nefndi að Alþingi Íslend­inga sé að „keyra okk­ur niður í svaðið“ með hegðun sinni.

„Þjóðin er að springa. Alls staðar þar sem ég kem er fólk yfir sig hneykslað. Svo eru það launa­mál­in líka og kaup­mátt­ur­inn er lít­ill.“

Hörður Torfason.
Hörður Torfa­son. mbl.is/​Golli

Hörður sagði fram­komu Alþing­is und­an­far­in tíu ár og jafn­vel leng­ur gagn­vart al­menn­ingi vera fyr­ir neðan all­ar hell­ur. „Þetta hef­ur ekki batnað. Maður var að von­ast til eft­ir 2008 að Alþingi sýndi út­spil og maður hélt og vonaði að kúrsinn væri rétt­ur en hann hef­ur versnað ef eitt­hvað er. Hvað ger­ist í fram­hald­inu? Þetta er háðung fyr­ir Alþingi að fjór­ir meðlim­ir skuli draga allt Alþingi niður með sér. Það er skömm. Fólk fyr­ir­gef­ur þetta ekk­ert, ég held að þetta gleym­ist ekki,“ sagði hann. 

Margt var um manninn í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Margt var um mann­inn í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert