Bensínverð hækkar um 3,30 krónur um áramót

Bensínið hækkar um áramótin vegna skattahækkana ríkisins.
Bensínið hækkar um áramótin vegna skattahækkana ríkisins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra.

Þá hækka vörugjöld á bensín um 2,5% og fara úr 71,45 krónum í 73,25 krónur á lítra. Kolefnisgjaldið á bensín hækkar um 10% og fer úr 9,10 í 9,95 krónur á lítra. Olíugjaldið hækkar um 2,5% og fer úr 61,30 krónum í 62,85 krónur á lítra. Kolefnisgjaldið á dísilolíu hækkar um 10% og fer úr 9,45 í 10,40 krónur á lítra. Virðisaukaskattur leggst ofan á þessi gjöld.

Samkvæmt útreikningum FÍB í Morgunblaðinu í dag má gera ráð fyrir að bensínverðið, miðað við núverandi útsöluverð og álagningu, fari úr 221,80 krónum (N1) í 225,10 krónur á lítra. Dísilolían mun fara úr 225,30 krónum í 228,40 krónur á lítra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert