Kúlublys tekið úr umferð

Svifryk frá flugeldum getur verið hættulegt.
Svifryk frá flugeldum getur verið hættulegt. mbl.is/​Hari

Neyt­enda­stofa hef­ur stöðvað markaðssetn­ingu á kúlu­blysi í kjöl­far rann­sókn­ar sem Um­hverf­is­stofn­un gerði á skoteld­um.

Tek­in voru 20 sýni hjá öll­um sem fluttu inn skotelda fyr­ir síðustu ára­mót. Voru þau efna­greind fyr­ir arseni, blýi og hexaklóró­ben­sen. Blý mæld­ist í óeðli­legu magni í einu sýni, þ.a. í kúlu­blysi sem var í fjöl­skyldupakka frá fyr­ir­tæk­inu PEP In­ternati­onal. Blýið í kúlu­blys­inu sam­svaraði um 8% af þyngd púðurs í vör­unni. Er það um 1500 falt hærri styrk­ur en mæld­ist í hinum sýn­un­um.

Áður en rann­sókn­in var gerð höfðu efna­grein­ing­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar á inni­haldi blýs og ar­sens í svifryks­sýn­um frá Norður­hellu í Hafnar­f­irði um síðustu ára­mót sýnt greini­lega aukn­ingu á inni­haldi blýs og ar­sens í sam­an­b­urði við aðra daga. Gild­in voru þó langt und­ir heilsu­vernd­ar­mörk­um hvað þessi efni varðar. Um­hverf­is­stofn­un ákvað í fram­hald­inu að ráðast í efna­grein­ing­ar á skoteld­un­um í ljósi þeirr­ar miklu loft­meng­un­ar sem varð um ára­mót­in.

„Um­hverf­is­stofn­un hef­ur haft sam­band við alla inn­flytj­end­ur vegna niðurstaðna eft­ir­lits­ins og bent þeim á að leita leiða til að draga sem mest úr inni­haldi hættu­legra efna í skoteld­um sem þeir setja á markað,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert