Ætluðu á smábíl yfir Kjöl

Ferðamennirnir festu bílinn sunnan við Hveravelli, en þeir komu norður …
Ferðamennirnir festu bílinn sunnan við Hveravelli, en þeir komu norður úr landi. Ljósmynd/Félagar Björgunarfélagsins Blöndu

Erlendir ferðamenn sem voru staddir á Norðurlandi og ætluðu að skoða Gullfoss og Geysi ákváðu að aka Kjalveg þótt hann hafi í þó nokkurn tíma verið ófær. Komust ferðamennirnir, sem voru á litlum Hyundai fólksbíl rétt suður fyrir Hveravelli þar sem þeir festu sig.

Björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi voru kallaðir út og gekk vel að komast að ferðamönnunum, enda eindæma blíða á hálendingu og aðstæður góðar. Náðu þeir bílnum upp og fylgdu ferðamönnunum áleiðis til byggða.

Ljósmynd/Félagar Björgunarfélagsins Blöndu

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að ferðamennirnir hafi ekki áttað sig á því um hvers konar veg var að ræða, en Kjalvegur er fjallavegur, svokallaður F-vegur og er honum ekki haldið opnum af Vegagerðinni á veturna.

Ljósmynd/Félagar Björgunarfélagsins Blöndu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert