Krefst þess að Dagur segi af sér

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarstjóri verður að segja af sér - hann á enga undankomuleið.“ Þetta skrifar Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins á Facebook í kvöld í kjölfar þess að skýrsla Innri endurskoðunar um braggamálið var kynnt í dag.

Vigdís segir að borgarstjóri sé framkvæmdastjóri Reykjavíkur og beri ábyrgð á öllum rekstri borgarinnar. Hrólfur Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri skrif­stofu eigna- og at­vinnuþró­un­ar hjá Reykja­vík­ur­borg (SEA), hafi heyrt beint undir Dag og borgarritara.

Dagur. B. Eggertsson ræddi við fjölmiðla í dag.
Dagur. B. Eggertsson ræddi við fjölmiðla í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Það er lítilmannlegt að skella skuldinni á brottfarinn embættismann skrifstofunnar þegar vitað er að þeir tveir voru í nánu vinnusambandi án borgarritara,“ skrifar Vigdís.

Fram kemur í skýrslunni að samskipti Dags og Hrólfs hafi verið talsverð en báðir hafi þeir sagt að borgarstjóra hafi ekki verið kunnugt um stöðu framkvæmdanna við braggann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert