VR og Efling munu vinna saman í kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Þetta er meðal þess sem samþykkt var á stjórnarfundi VR í kvöld.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við RÚV að til greina komi að fara í samstarf með fleiri félögum sem vilja vinna að því að bæta kjör félagsmanna. Ekki er ljóst hvaða félög það eru nákvæmlega.
Efling og Verkalýðsfélag Akraness eru einu félögin innan Starfsgreinasambandsins sem hafa ákveðið að afturkalla samningsboð sitt frá sambandinu í kjaraviðræðum.
Hvorki náðist í Ragnar Þór né Sólveigu Önnu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar.