Bíður eftir niðurstöðu Landsréttar

Bára Halldórsdóttir ásamt lögmönnum sínum.
Bára Halldórsdóttir ásamt lögmönnum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Klaustursmálið var rætt á stjórnarfundi Persónuverndar í gær og þar var ákveðið að senda lögmönnum gagnaðila, sem stóð að upptökunni á samtölum þingmannanna, gögn málsins og veita þeim kost á athugasemdum fyrir hönd umbjóðanda síns.

Einnig var ákveðið að óska eftir umræddri hljóðupptöku, sem og upptökum úr eftirlitsmyndavélum á Klaustri frá þeim tíma sem samtölin voru tekin upp. Frestur til athugasemda og afhendingar upptökunnar var veittur til 11. janúar næstkomandi, að því er segir á vefsíðu Persónuverndar.

Beðið með að óska eftir upptökunum

„Að fundi loknum bárust af því fréttir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem hafnað var kröfu lögmanns þingmannanna um sönnunarfærslu fyrir dómi vegna málsins, þ. á m. með öflun upptaka úr öryggismyndavélum, hefði verið kærður til Landsréttar. Beðið verður með að óska eftir umræddum upptökum þar til niðurstaða Landsréttar um úrskurðinn liggur fyrir,“ segir einnig í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert