Tunglið lýsti upp næturmyrkrið

Snjólaust er nánast vestan Tröllaskaga.
Snjólaust er nánast vestan Tröllaskaga. Ljósmynd/NASA

„Það er bara veðrið undanfarið sem veldur þessu. Það snjóaði hressilega fyrir norðan og er óvenju snjómikið uppi á Kili. En yfirleitt er kominn snjór víðar á þessum árstíma,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, um snjóskilin milli Norðaustur- og Suðvesturlands um þessar mundir.

Snjóskilin sjást vel á gervihnattamynd frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Myndin er mjög ljósnæm og sást vel hvernig tunglið skein á Ísland.

„Tunglið var nærri því fullt [í fyrrinótt], en þegar þannig er þá er svo mikið tunglskin. Þetta er mjög ljósnæm gervitunglamynd þannig að ljós sjást nánast frá hverjum einasta bæ, en það í bland við tunglskinið veldur því að snjóhulan sést ótrúlega vel. Það sést á Vatnajökli að það kemur skuggi af tunglskininu og svo sést að Öskjuvatn er ekki enn frosið sem telst óvenjulegt. Yfirleitt frýs það í byrjun desember,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert