Oddvitar vilja afsögn borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson liggur undir ámæli.
Dagur B. Eggertsson liggur undir ámæli. mbl.is/​Hari

Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um kostnað vegna framkvæmda við braggann við Nauthólsveg varpar ljósi á gífurlega sóun á fjármunum borgarbúa. Þetta er einróma álit oddvita þeirra flokka sem mynda minnihlutann.

„Skýrslan er mjög ítarleg og það sem stendur upp úr í henni er að ábyrgð borgarstjóra í málinu er staðfest,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um birtingu og efni skýrslunnar.

Auk Eyþórs krefjast Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, og Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, þess að Dagur B. Eggertsson stígi til hliðar sem borgarstjóri. „ Það er eitthvað meiriháttar að hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni þar sem Dagur er einmitt æðsti yfirmaður. Þarna fara öll spillingar- og framúrkeyrslumálin í gegn. Nú er svo komið að hann verður að segja af sér,“ segir Vigdís í samtali við Morgunblaðið.

Að sögn Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, verður endanleg ákvörðum um stuðning við borgarstjóra tekin á fundi flokksins í janúar nk., en fundurinn verður haldinn til að rýna nánar í skýrslu innri endurskoðunar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert