Hefur verið bjargvættur Íslendinga um jólin

Börn og tengdabörn Baldvins stóðu vaktina í Pétursbúð um jólin …
Börn og tengdabörn Baldvins stóðu vaktina í Pétursbúð um jólin í fyrra og í ár. Ljósmynd/Baldvin Agnarsson

„Fólk hef­ur verið að hringja og spur­ja hvort við eig­um hangi­kjöt, sem við eig­um, en ég er lítið í því að fylgj­ast með hvað fólk er að versla. Ég er aðallega í því að fylla á, ég hef varla und­an með gosið,“ seg­ir Bald­vin Agn­ars­son, eig­andi Pét­urs­búðar í sam­tali við mbl.is.

Pét­urs­búð hef­ur verið opin um jól­in síðastliðin tíu ár og bjargað aðfanga­degi og jóla­degi hjá mörg­um fjöl­skyld­um sem hafa komið að lokuðum dyr­um hjá öll­um öðrum versl­un­um þegar jóla­hátíðin stend­ur sem hæst. Bald­vin seg­ir marga koma á síðustu stundu og að fólk sé þá mikið að sækja í rjóma, malt og app­el­sín og fleiri vör­ur sem telj­ast nauðsyn­leg­ar í mat­ar­gerðina um jól­in.

Á aðfanga­degi jóla er alltaf opið frá níu til fimm, á jóla­dag frá tólf til fimm og á morg­un, ann­an í jól­um, er opn­un­ar­tím­inn hefðbund­inn, það er frá klukk­an tíu til hálf tólf. Líkt og fyrr ár hef­ur verið nóg að gera í Pét­urs­búð síðastliðinn sól­ar­hring. „Jóla­dag­ur er alltaf þokka­leg­ur og það var mjög fínt í gær líka svo þetta er búið að vera mjög gott,“ seg­ir Bald­vin og bæt­ir við: „Þetta er búið að vera rosa­lega gam­an og við erum þakk­lát fyr­ir allt og alla.“

Skraut­leg jóla­vertíð

Á ýmsu hef­ur gengið yfir jóla­vertíðina í Pét­urs­búð síðustu ár og má þá helst nefna sím­tal sem Bald­vin fékk ofan af Akra­nesi á aðfanga­dag í fyrra. Sá sem hringdi spurði hvort Pét­urs­búð væri opin því viðkom­andi þurfti nauðsyn­lega að kom­ast í búð fyr­ir kvöldið og Pét­urs­búð reynd­ist vera sú búð sem næst var þó að hún sé á Rán­ar­götu í miðbæ Reykja­vík­ur.

Þá var einn viðskipta­vin­ur sem kom í búðina snemma á jóla­dag eft­ir að hafa vaknað klukk­an fjög­ur aðfaranótt jóla­dags og munað eft­ir því að hún átti að sjá um tartalett­urn­ar í jóla­boði síðar um dag­inn. „Hún hringdi niðureft­ir og var kom­in fyr­ir há­degi. Við náðum að bjarga henni og hún varð guðslif­andi feg­in.“ Ann­ar viðskipta­vin­ur hafði misst soðið af jóla­steik­inni í gólfið. „Við náðum að vísu ekki að bjarga hon­um með hrygg, en hann hef­ur kannski bjargað sér með ein­hverj­um ten­ing­um,“ sagði Bald­vin í sam­tali við mbl.is í fyrra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert