„Inn með kampavínið“

Freyðivín hefur verið gífurlega vinsælt í desember, og verður það …
Freyðivín hefur verið gífurlega vinsælt í desember, og verður það líklega áfram. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Merkja mátti samdrátt í sölu á jólabjór miðað við árið í fyrra strax í upphafi desembermánaðar og hélst hann nokkuð stöðugur allt fram að jólum.

Alls voru í fyrra seldir 672.000 lítrar af jólabjór á tímabilinu 15.nóv - 25.des en á sama tímabili seldust 607.000 lítrar í ár. Sala dregst því saman um 65.000 lítra eða 9,7%. Ástæður fyrir samdrættinum eru óljósar segir Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá ÁTVR í samtali við mbl.is.

Samdráttur í sölu á víni

Sala hefur einnig dregist saman í öllum vínflokkum miðað við desembermánuð í fyrra að undanskildu freyðivíni en sala á freyðivíni hefur aukist um 22% í desember í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Þá má búast við því að hlutur freyðivíns eigi eftir að aukast enn frekar nú þegar Íslendingar hefja undirbúning fyrir hátíðahöld um áramótin en að öðru leyti breytast áherslur vínbúðanna í undirbúningi fyrir áramótin lítið. „Aðallega er það „inn með kampavínið“. Kampavín og freyðivín stígur upp fyrir áramótin. Bjórinn heldur sér og fólk er að gera betur við sig í borðvínum og öðru, bæði fyrir jól og áramót,“ segir Sveinn.

Heildarsala vínbúðanna frá 1.des-25.des dróst saman um 3,7% í ár miðað við 2017 en heildarsala á árinu til 25.des jókst um 0,5% miðað við sama tímabil í fyrra.

Mbl.is

Jólabjórinn seldur áfram

Þrátt fyrir að helstu hátíðisdagar jólanna séu nú hjá liðnir verður áfram hægt að kaupa jólabjór í verslunum vínbúðanna til að njóta yfir áramótin. „Jólabjórinn rennur út í rólegheitum. Við höfum ekki hætt sölu á honum svona skart eins og áður var,“ segir Sveinn.

Sem fyrr er Tuborg Julebryg langvinsælasti jólabjórinn með tæplega 48% markaðshlutdeild. Þar á eftir kemur Víking Jólabjór með um 11,4% og á eftir fylgir Jólagull með um 8,4% markaðshlutdeild á jólabjóramarkaði. 

Mbl.is

Sveinn minnir á að vínbúðir séu lokaðar þann 30.des, sem í ár ber upp á sunnudegi, og segist því vona að þeir sem þurfi versla hjá búðunum geri það fyrir helgina og „verði ekki allir á hlaupum á gamlársdag.“

Enn er seldur jólabjór í vínbúðum en Sveinn segist vona …
Enn er seldur jólabjór í vínbúðum en Sveinn segist vona að sem flestir komi fyrir helgina, því lokað verður 30.des. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert