Flugeldar betur merktir í ár

Neytendastofa hefur ekki þurft að grípa til aðgerða vegna merkinga …
Neytendastofa hefur ekki þurft að grípa til aðgerða vegna merkinga á skoteldum. mbl.is/Hari

Skoteldar til sölu hjá flugeldasölum virðast almennt betur merktir í ár en síðustu ár samkvæmt niðurstöðum eftirlits Neytendastofu en stofnunin sinnir eftirliti með skoteldum á flugeldasölum. 47 sölustaðir eru með leyfi fyrir sölu skotelda hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu.

Svava Gerður Ingimundardóttir, sérfræðingur á öryggissviði Neytendastofu, segir að hefðbundið eftirlit Neytendastofu gefi til kynna að útlitið sé ágætt í ár og engin meiriháttar frávik séu á merkingum skotelda og almennt séu merkingar í lagi. Engin sýni hafi verið tekin heldur fóru eftirlitsmenn á sölustaði og höfðu eftirlit með þeim gerðum sem eru á markaði. Ekki hefur verið lagt sölubann á nokkurn söluaðila.

„Útlitið er ágætt og er betra en verið hefur síðustu ár,“ segir Svava. Hún segir það grundvallarskilyrði að skoteldar séu merktir með CE-merkingum auk aðvörunar- og fjarlægðarmerkingum.

Tímabundin sölubönn voru lögð á þrjár flugeldasölur í fyrra vegna vöntunar CE-merkinga en ástæðuna mátti rekja til þess að eldri birgðir höfðu verið til sölu hjá flugeldasölunum, en frá áramótunum 2017 tók reglugerð um CE-merkingar að fullu gildi og aðlögunartíminn var liðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert