Formaður VR bjartsýnn

Fulltrúar VR, Eflingar og VLFA mættu á fund hjá ríkissáttasemjara …
Fulltrúar VR, Eflingar og VLFA mættu á fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, (lengst til hægri) segist bjartsýnn. mbl.is/Árni Sæberg

Fundur Samtaka atvinnulífsins, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness hjá ríkissáttasemjara í dag gekk ágætlega að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. Hann segir í samtali við mbl.is að hann sé bjartsýnn.

„Þetta var stöðufundur og verið að skipuleggja framhaldið, sem sagt næstu fundi, efnistök og annað,“ segir Ragnar Þór. Hann segir ekki hafa verið rætt efnislega ágreiningsmál SA og verkalýðsfélaganna að öðru leiti en að ræða stöðu kjaraviðræðna.

Spurður hvernig hann líti á framhaldið segist formaður VR vera bjartsýnn. „Mér finnst á fólki að það séu allir að taka þessum samningum alvarlega og verkefninu líka.“

Næsti fundur félaganna með ríkissáttasemjara er boðaður 9. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert