Ríkisráð Íslands kom saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Forseti Íslands og ríkisstjórnin mynda saman ríkisráðið en hefð er fyrir því að ráðið fundi á síðasta degi ársins. Fundinum er nú lokið, samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins.
Þar kemur fram að á fundinum hafi verið endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur, sem fram hafi farið utan ríkisráðsfundar.