Breyting á klukkunni í samráðsgátt

Almenningi, atvinnulífi og stjórnsýslu er nú boðið að taka þátt …
Almenningi, atvinnulífi og stjórnsýslu er nú boðið að taka þátt í samráði og leggja fram sín sjónarmið um stöðumat, framtíðarsýn og áhrif mögulegra breytinga á klukkunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grein­ar­gerðin „Staðar­tími á Íslandi – stöðumat og til­lög­ur“, þar sem skoðað er hvort breyta eigi klukk­unni, hef­ur verið birt í sam­ráðsgátt Stjórn­ar­ráðsins.

Í frétt á vef Stjórn­ar­ráðsins kem­ur fram að samþykkt var að setja málið í opið sam­ráð við al­menn­ing á rík­is­stjórn­ar­fundi 21. des­em­ber og verður tími sam­ráðs tveir mánuðir.

Grein­ar­gerðin var unn­in í for­sæt­is­ráðuneyt­inu og í henni er skoðað hvort færa eigi staðar­tíma nær sól­ar­tíma miðað við hnatt­ræna legu lands­ins. „Rann­sókn­ir sýna að næt­ur­svefn Íslend­inga er al­mennt séð of stutt­ur en slíkt get­ur verið heilsu­spill­andi og haft áhrif á náms­ár­ang­ur og fram­leiðni í at­vinnu­líf­inu. Sér­stak­lega er þetta áhyggju­efni vegna barna og ung­menna. Ein lík­leg skýr­ing er að klukk­an sé ekki í sam­ræmi við hnatt­ræna legu lands­ins,“ seg­ir í frétt Stjórn­ar­ráðsins.

Al­menn­ingi, at­vinnu­lífi og stjórn­sýslu er nú boðið að taka þátt í sam­ráði og leggja fram sín sjón­ar­mið um stöðumat, framtíðar­sýn og áhrif mögu­legra breyt­inga. Í kjöl­farið verður svo unnið úr ábend­ing­um og stefna mótuð af hálfu stjórn­valda.

Sett­ir eru fram eft­ir­far­andi val­kost­ir í grein­ar­gerðinni:

  1. Óbreytt staða, klukk­an er áfram 1 klst. fljót­ari en ef miðað væri við hnatt­stöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.
  2. Klukk­unni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í sam­ræmi við hnatt­stöðu lands­ins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eft­ir breyt­ingu).
  3. Klukk­an áfram óbreytt en skól­ar og jafn­vel fyr­ir­tæki og stofn­an­ir hefja starf­semi seinna á morgn­ana.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert