Hvetja foreldra til samstarfs við voffa

Ásgeir Haraldsson og Valtýr Stefánsson Thors sjá um rannsóknina.
Ásgeir Haraldsson og Valtýr Stefánsson Thors sjá um rannsóknina.

Barna­spítali Hrings­ins er með viðamikla rann­sókn í gangi á veik­ind­um barna fram að fjög­urra ára aldri og hvaða áhrif sjúk­dóm­arn­ir hafa á for­eldra og aðra aðstand­end­ur.

„Mjög mik­il­vægt er að flest­ir for­eldr­ar ný­fæddra barna taki þátt í rann­sókn­inni og hafi út­hald til þess í lang­an tíma til þess að niður­stöðurn­ar verði sem áreiðan­leg­ast­ar,“ seg­ir Ásgeir Har­alds­son, yf­ir­lækn­ir, pró­fess­or í barna­lækn­ing­um og for­stöðumaður fræðasviðs Barna­spítala Hrings­ins.

Rann­sókn­in kall­ast VOFFI, sem stend­ur fyr­ir „Veik­indi og fjar­vist­ir fjöl­skyldna á Íslandi“. Ásgeir og Valtýr Stef­áns­son Thors barna­lækn­ir hafa um­sjón með rann­sókn­inni, en gagna­söfn­un hófst fyr­ir um ári.

„Fyr­ir okk­ur vak­ir að reyna að meta hvað veik­indi ungra barna valda miklu álagi,“ seg­ir Ásgeir. Hann bend­ir á að hægt sé að nálg­ast töl­ur um til dæm­is inn­lagn­ir á sjúkra­hús, en í mörg­um til­fell­um séu veik börn heima og fólk missi úr vinnu og skóla þess vegna. Upp­lýs­ing­ar þar að lút­andi séu ekki til.

Sjá sam­tal við Ásgeir í heild á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka