Nýta verður landið á sjálfbæran hátt

Bakkafjara. Þótt Landgræðslan sé aðallega stjórnsýslustofnun og annist eftirlit eru …
Bakkafjara. Þótt Landgræðslan sé aðallega stjórnsýslustofnun og annist eftirlit eru hún enn með tækjabúnað til að safna fræi og græða upp land. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kveðið er skýrt á um það í lögum um landgræðslu sem samþykkt voru á Alþingi í síðasta mánuði að nýting lands skuli vera sjálfbær.

Gert er ráð fyrir að það verði skilgreint í reglugerð hvað teljist sjálfbær nýting. Landgræðslan er að hefja vinnu við undirbúning þess og segir Árni Bragason landgræðslustjóri að góður grunnur sé fyrir hendi.

Í nýju lögunum eru betri leiðbeiningar en í þeim eldri hvernig á að bregðast við ef landnýting er ekki sjálfbær og Landgræðslunni færð tæki til að fylgja málum eftir, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert