Samið verði til styttri tíma

Síðustu ár hafa verið uppgrip fyrir iðnaðarmenn á Íslandi.
Síðustu ár hafa verið uppgrip fyrir iðnaðarmenn á Íslandi. mbl.is/​Hari

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna hjá ASÍ í kjaraviðræðunum, segir stefnt að því að ljúka kjarasamningum í þessum mánuði.

„Við gerum kröfu um að kjarasamningar gildi frá lokum þess síðasta. Staðan getur hins vegar breyst hratt,“ segir Kristján Þórður sem telur skynsamlegt að semja til skemmri tíma. Hversu langs ráðist af innihaldi kjarasamninganna.

Til stendur að ræða um launaliðinn í kjaraviðræðunum í dag.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, segir stöðuna munu skýrast um helgina. Meiri kraftur sé í viðræðunum en verið hafi.

Guðbrandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segir sambandið, iðnaðarmenn og Starfsgreinasambandið (SGS) skoða samstarf í viðræðunum.

SGS fundar með SA í dag. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir SGS, LÍV og iðnaðarmenn hafa rætt saman. Samstarfið sé óformlegt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert