Stöðumælagjald í langtímastæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar hækkaði um áramótin. Auk þess hækkar fyrsta klukkustundin í skammtímastæði.
Gjald í bílastæðahúsinu Bergstöðum efri hæð og Stjörnuporti hækkar úr 7.900 krónum í 8.700 krónur fyrir sólarhringinn.
Bergstaðir neðri hæð, Ráðhús og Vesturgata hækka úr 13.500 í 14.500 krónur, Kolaport og Traðarkot úr 8.700 í 9.900 krónur og Vitatorg hækkar úr 6.900 í 7.500 krónur í langtímastæði.
Skammtímastæði fyrstu klukkustund hækkar úr 200 í 240 krónur en gjald eftir fyrstu klukkustund verður óbreytt 120 krónur. Í Stjörnuporti og Vitatorgi hækkar fyrsta klukkustund úr 80 í 150 krónur og næstu klukkustundir úr 50 í 100 krónur.