Dýrara að leggja í bílastæðahúsum

Stöðumæla­gjald í lang­tíma­stæðum í bíla­stæðahús­um Reykja­vík­ur­borg­ar hækkaði um ára­mót­in. Auk þess hækk­ar fyrsta klukku­stund­in í skamm­tíma­stæði.

Gjald í bíla­stæðahús­inu Berg­stöðum efri hæð og Stjörnuporti hækk­ar úr 7.900 krón­um í 8.700 krón­ur fyr­ir sól­ar­hring­inn.

Bergstaðir neðri hæð, Ráðhús og Vest­ur­gata hækka úr 13.500 í 14.500 krón­ur, Kola­port og Traðarkot úr 8.700 í 9.900 krón­ur og Vita­torg hækk­ar úr 6.900 í 7.500 krón­ur í lang­tíma­stæði.

Skamm­tíma­stæði fyrstu klukku­stund hækk­ar úr 200 í 240 krón­ur en gjald eft­ir fyrstu klukku­stund verður óbreytt 120 krón­ur. Í Stjörnuporti og Vita­torgi hækk­ar fyrsta klukku­stund úr 80 í 150 krón­ur og næstu klukku­stund­ir úr 50 í 100 krón­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert