Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ, er einn af níu umsækjendum um embætti ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út í gær. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefndar á umsækjendum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:
Ásta Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri
Guðrún Gísladóttir skrifstofustjóri
Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur
Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi
Ingunn Björnsdóttir dósent
Kristlaug Helga Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri
Lárus Bjarnason sýslumaður
Sigurður Helgi Helgason skrifstofustjóri
Niðurstaða hæfnisnefndar sem metur hæfni umsækjenda skal vera ráðgefandi fyrir heilbrigðisráðherra við skipun í embættið. Í nefndinni eiga sæti Guðríður Þorsteinsdóttir hrl., formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítala, og Sigurður Skúli Bergsson tollstjóri. Starfsmaður nefndarinnar er Sigríður Jakobínudóttir.