Stuðningur er við seinkun klukku

Margir hafa skoðun á því hvernig á að stilla klukkuna.
Margir hafa skoðun á því hvernig á að stilla klukkuna. mbl.is/​Hari

Í gær­kvöld hafði borist 821 um­sögn á sam­ráðsgátt stjórn­valda (samrad.is) um hvort færa eigi klukk­una á Íslandi nær sól­ar­tíma miðað við hnatt­ræna legu lands­ins. Það er hvort henni eigi að seinka um klukku­stund eða hún að vera óbreytt frá því sem nú er.

Þegar um­sagn­ir eru skoðaðar virðist seink­un klukk­unn­ar njóta stuðnings flestra sem hafa veitt um­sögn, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í grein­ar­gerð sem unn­in var í for­sæt­is­ráðuneyt­inu kem­ur m.a. fram að rann­sókn­ir sýni að næt­ur­svefn Íslend­inga sé al­mennt of stutt­ur. Slíkt geti verið heilsu­spill­andi og haft áhrif á náms­ár­ang­ur og fram­leiðni í at­vinnu­líf­inu. „Sér­stak­lega er þetta áhyggju­efni vegna barna og ung­menna. Ein lík­leg skýr­ing er að klukk­an sé ekki í sam­ræmi við hnatt­ræna legu lands­ins.“

Um­sagn­ar­frest­ur um málið hófst 10. janú­ar sl. og stend­ur til 10. mars. Um­sagn­ir eru birt­ar jafnóðum og þær ber­ast. Niður­stöður sam­ráðsins verða birt­ar þegar unnið hef­ur verið úr þeim ábend­ing­um og at­huga­semd­um sem ber­ast.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert