Lögreglan handtók mann á tvítugsaldri um fimmleytið í nótt sem mundaði ljá á förnum vegi í Breiðholtinu. Við öryggisleit kom í ljós að ungi maðurinn var einnig vopnaður piparúða. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann reyndist þar að auki vera eftirlýstur vegna annarra mála sem þegar eru í rannsókn hjá lögreglu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjóra ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra reyndust einnig vera sviptir ökuréttindum. Ökumenn voru færðir á lögreglustöð í blóðsýnatöku og leystir úr haldi að sýnatöku lokinni.