Loksins snjór

Íbúar í Hlíðunum tóku snjónum fagnandi.
Íbúar í Hlíðunum tóku snjónum fagnandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. 

Upplýsingar frá Vegagerðinni:

Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir. 

Suðvesturland: Hálkublettir eru á Reykjanesi en hálka og éljagangur er á Grindavíkurvegi. Hálka, snjóþekja og snjókoma er allvíða. Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Flughálka er á Suðurstrandavegi á milli Ísólfsskálavegar og Krýsuvíkurvegar. 

Vesturland: Hálka, snjóþekja og snjókoma er á öllu svæðinu. 

Vestfirðir: Hálka eða snjóþekja á vegum. Ófært er yfir Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði.

Norðurland: Vetrarfærð, hálka eða hálkublettir en snjóþekja á útvegum. 

Norðausturland: Hálka og hálkublettir á Norðausturvegi (85) og hálka í Aðaldal og í Mývatnssveit. Snjóþekja og skafrenningur er inn til landsins.  

Austurland: Snjóþekja og hálka er á Héraði en þæfingur er á Hróarstunguvegi eins er hálka á Fagradal og snjóþekja á Fjarðarheiði. Hálka og hálkublettir eru með ströndinni. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.

Suðausturland: Vetrarfærð er með suðausturströndinni, hálka eða hálkublettir.

Suðurland: Hálka, snjóþekja og snjókoma er á öllu svæðinu en flughálka er á Rangárvallavegi, Árbæjarvegi og Þingskálavegi.

Snjórinn gladdi höfuðborgarbúa mjög.
Snjórinn gladdi höfuðborgarbúa mjög. mbl.is/Eggert
Gaman að renna sér í snjónum sem ekki sést oft …
Gaman að renna sér í snjónum sem ekki sést oft á höfuðborgarsvæðinu þessi misserin. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert