„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/​Hari

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, er ánægð með til­lög­ur átaks­hóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynnt­ar voru í Hann­es­ar­holti í dag. Spurð hvernig til­lög­urn­ar horfi við yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum seg­ir hún að þær sam­ræm­ist kröf­um Efl­ing­ar vel, en þó sé ekk­ert enn fast í hendi. Kostnaðarmeta þurfi til­lög­urn­ar og gera laga­breyt­ing­ar.

Átaks­hóp­ur­inn var skipaður full­trú­um at­vinnu­lífs, verka­lýðshreyf­ing­ar, rík­is­stjórn­ar, Íbúðalána­sjóðs og Sam­taka sveit­ar­fé­laga síðasta haust og eru tillög­ur hans um fjöru­tíu tals­ins. Snúa þær að ýms­um þátt­um hús­næðismarkaðar, m.a. stofn­setn­ingu óhagnaðardrif­inna hús­næðis­fé­laga og að leitað verði eft­ir sam­starfi stétt­ar­fé­laga, Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og líf­eyr­is­sjóða um fjár­mögn­un hús­næðis­fé­lags­ins Blæs.

„Ég get ekki bet­ur séð en að það sé margt þarna sem okk­ur líst mjög vel á,“ seg­ir Sól­veig Anna. Hún nefn­ir í fyrsta lagi þá til­lögu er varðar leit­un að sam­starfi um fjár­mögn­un Blæs.

„Þótt Bjarg sé gott í sjálfu sér er það tak­markað og mæt­ir þörf­um af­markaðs hóps. Með Blæ er komið til móts við lægri miðtekju­hóp­ana til dæm­is. Það skipt­ir mjög miklu máli,“ seg­ir Sól­veig Anna. „Síðan er gert ráð fyr­ir óhagnaðardrifn­um hús­næðis­fé­lög­um og það er nefnt sem hluti af upp­bygg­ingu hús­næðismarkaðar. Við hljót­um að fagna því mjög,“ seg­ir hún. 

Leigu­vernd­in mikið fagnaðarefni

Sól­veig Anna seg­ir að marg­ir fé­lags­manna Efl­ing­ar séu í hópi leigj­enda, en sér­stak­ur hluti til­lagn­anna snýr að hon­um.

„Ég er mjög ánægð með þann hluta sem snýr að leigu­vernd, betri og ör­ugg­ari leigu­markaði. Það skipt­ir mína fé­lags­menn mjög miklu máli þar sem við sjá­um að fólki á leigu­markaði fjölg­ar í okk­ar hópi. Ef við hugs­um síðan um þarf­ir aðflutts verka­fólks og mjög tekju­lágt fólk, þá skipt­ir það það fólk mjög miklu máli að rétt­arstaða leigj­enda sé styrkt. Það er mikið fagnaðarefni ef það nær í gegn,“ seg­ir Sól­veig Anna.

Hún nefn­ir til viðbót­ar að til­laga um tak­mörk­un heim­ilda til breyt­inga á leigu­fjár­hæðum sé mörg­um leigj­end­um mik­il­væg sem og til­laga um stuðning við hags­muna­sam­tök leigj­enda. Sól­veig Anna seg­ir að fái til­lög­urn­ar fram­gang sé stór vandi leigj­enda leyst­ur.

„Bara ef sá hluti fer í gegn, þá er það ótrú­lega mikið gæfu­spor. Þá höf­um við náð ein­hverj­um tök­um á þessu fá­rán­lega ástandi sem bitn­ar svo ótrú­lega illa á fólki með lág­ar tekj­ur eins og kann­an­ir Íbúðalána­sjóðs hafa sýnt fram á. Þetta er fólkið sem þarf oft­ast að flytj­ast, býr við minnsta leigu­ör­yggið og borg­ar gríðarlega háan hluta af ráðstöf­un­ar­tekj­um sín­um í leigu. Ef við get­um sleppt því fólki úr gildrunni, þá er það mjög gott,“ seg­ir hún.

„Alls ekk­ert fast í hendi“

Sól­veig Anna seg­ir verka­lýðshreyf­ing­una munu leggja mikla áherslu á að vinna við laga­breyt­ing­ar fari strax af stað og að hún verði vönduð. Við laga­setn­ing­una þurfi verka­lýðshreyf­ing­in „að fá gott pláss.“ Að und­an­förnu hafa verka­lýðsleiðtog­ar kallað eft­ir fram­lagi af hálfu rík­is­ins til lausn­ar í kjara­deil­unni.

Hvernig horfa til­lög­urn­ar við kjaraviðræðunum og hvernig sam­ræm­ast þær kröf­um ykk­ar al­mennt séð?

„Þetta sam­ræm­ist kröf­um okk­ar mjög vel. Það er frá­bært. Síðan á auðvitað eft­ir að kostnaðarmeta þetta, og finna út hvað þetta þýðir raun­veru­lega. Við þurf­um að skoða það vel og vand­lega,“ seg­ir hún.

„Á þess­um tíma­punkti er samt alls ekk­ert fast í hendi og nú þurf­um við að sjá hversu mik­il al­vara fylg­ir máli. Ég get ekki ímyndað mér annað en að svo sé og að fólk muni leggja mjög hart að sér til að láta þess­ar til­lög­ur verða að veru­leika,“ seg­ir hún. „Það er margt þarna sem við erum mjög ánægð með og ef af þessu verður, þá er þetta mikið fagnaðarefni,“ seg­ir Sól­veig Anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert