Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

Skjáskot úr myndskeiðinu

Karl­maður á fer­tugs­aldri sem var hand­tek­inn á stoln­um bíl á Viðar­höfða síðastliðinn fimmtu­dag að lok­inni eft­ir­för lög­reglu er grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna og án öku­rétt­inda.

Hann var tek­inn í skýrslu­töku dag­inn eft­ir og lát­inn laus í kjöl­farið. Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu játaði hann að hafa ekið und­ir áhrif­um og án öku­rétt­inda. Hann hef­ur oft áður komið við sögu lög­regl­unn­ar.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu sendi frá sér til­kynn­ingu á Face­book á föstu­dag­inn vegna hand­töku manns­ins að lok­inni eft­ir­för lög­reglu.

mbl.is/​Eggert

„Stolna bif­reiðin sem lög­regl­an lýsti eft­ir í gær er fund­in, en svo var ekki síst ár­vekni borg­ara fyr­ir að þakka. Sá til­kynnti um bif­reiðina í aust­ur­borg­inni, en ökumaður henn­ar var ekk­ert á þeim bux­un­um að stöðva för sína þegar lög­reglu­menn komu á vett­vang og ók rak­leiðis áfram. Úr varð stutt eft­ir­för uns bílþjóf­ur­inn nam staðar, en þá reyndi hann að kom­ast und­an á tveim­ur jafn­fljót­um og síðan að fela sig und­ir ann­arri bif­reið skammt frá. Þar var maður­inn hand­tek­inn og færður á lög­reglu­stöð, en þess má geta að hann hafði þegar verið svipt­ur öku­leyfi.“

Rún­ar Ben Maits­land, eig­andi Bóns hágæðabóns við Viðar­höfða, birti á Face­book-síðu sinni mynd­skeið úr ör­ygg­is­mynda­vél sinni og er það birt með góðfús­legu leyfi hans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert