Bað Lilju fyrirgefningar

Bergþór Ólason á Alþingi í dag.
Bergþór Ólason á Alþingi í dag. mbl.is/​Hari

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist hafa dregið margþættan og djúpan lærdóm af Klaustursmálinu.

„En það er auðvitað þannig að við komum ekkert á þing aftur til að vera í þagnarbindindi,“ sagði hann í Kastljósi og átti við Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins. Þeir sneru aftur á Alþingi í dag eftir að hafa verið í tveggja mánaða leyfi vegna málsins.

Bergþór sagðist hafa sýnt iðrun og auðmýkt og hann væri búinn að eiga samtal við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og biða hana fyrirgefningar á ummælum sínum um hana á barnum.

Hann sagðist hafa fengið mikinn stuðning úr sínu kjördæmi um að snúa aftur á Alþingi en tók fram að þingmenn Miðflokksins muni mæta skuldadögum sínum í næstu kosningum.

Lilja Alfreðsdóttir á Alþingi í dag.
Lilja Alfreðsdóttir á Alþingi í dag. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert