Bað Lilju fyrirgefningar

Bergþór Ólason á Alþingi í dag.
Bergþór Ólason á Alþingi í dag. mbl.is/​Hari

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ist hafa dregið margþætt­an og djúp­an lær­dóm af Klaust­urs­mál­inu.

„En það er auðvitað þannig að við kom­um ekk­ert á þing aft­ur til að vera í þagn­ar­bind­indi,“ sagði hann í Kast­ljósi og átti við Gunn­ar Braga Sveins­son, þing­mann Miðflokks­ins. Þeir sneru aft­ur á Alþingi í dag eft­ir að hafa verið í tveggja mánaða leyfi vegna máls­ins.

Bergþór sagðist hafa sýnt iðrun og auðmýkt og hann væri bú­inn að eiga sam­tal við Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, og biða hana fyr­ir­gefn­ing­ar á um­mæl­um sín­um um hana á barn­um.

Hann sagðist hafa fengið mik­inn stuðning úr sínu kjör­dæmi um að snúa aft­ur á Alþingi en tók fram að þing­menn Miðflokks­ins muni mæta skulda­dög­um sín­um í næstu kosn­ing­um.

Lilja Alfreðsdóttir á Alþingi í dag.
Lilja Al­freðsdótt­ir á Alþingi í dag. mbl.is/​​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert