Enginn fjöldaflótti úr VR

Enginn fjöldaflótti mun vera að eiga sér stað.
Enginn fjöldaflótti mun vera að eiga sér stað. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar.

Tilefnið er viðtöl í Morgunblaðinu við Gunnar Pál Pálsson, formann Félags lykilmanna (FLM), og Birgi Guðjónsson, formann Kjarafélags viðskipta og hagfræðinga (BHM-félag). Segjast þeir hafa skráð fyrrverandi félaga í VR að undanförnu.

„Þeir eru að vekja athygli á sínum félagsskap og eru að auglýsa grimmt, sérstaklega Félag lykilmanna. Það er með áberandi auglýsingar á Facebook. Þessi afstaða kemur mér ekki á óvart. Tölurnar okkar hjá VR segja hins vegar allt aðra sögu. Félagsmönnum VR hefur enda stöðugt fjölgað síðustu ár. Þeir voru um 30 þúsund í árslok 2014 en rúmlega 35.500 um síðustu áramót,“ segir Ragnar Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert