Forsætisnefnd skoði ummæli Pírata

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur óskað eft­ir því að for­sæt­is­nefnd Alþing­is taki til skoðunar hvort Björn Leví Gunn­ars­son og Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­menn Pírata, hafi gerst brot­leg við siðaregl­ur fyr­ir alþing­is­menn með um­mæl­um sín­um op­in­ber­lega um end­ur­greiðslu þings­ins á akst­urs­kostnaði til Ásmund­ar.

Í bréfi sem Ásmund­ur sendi for­sæt­is­nefnd seg­ir hann um­mæli þeirra beggja „bæði gróf­ar aðdrótt­an­ir og full­yrðing­ar um refsi­verða hátt­semi mína“. Tel­ur hann nauðsyn­legt að fá úr því skorið hvort um­mæl­in sam­rým­ist siðaregl­um.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata. mbl.is/​Eggert

„Þekkt er í póli­tískri bar­áttu að þing­menn láti miður fal­leg orð um and­stæðing­inn falla í umræðu og jafn­vel mjög niðrandi. Hér er hins veg­ar um miklu al­var­legri hluti að ræða þar sem ég er sakaður um hegn­ing­ar­laga­brot. Gengið er svo langt í sum­um um­mæl­um að full­yrt er að ég hafi framið slík brot. Tel ég að með þess­um um­mæl­um sé vegið al­var­lega að æru minni,“ skrif­ar hann í bréf­inu.

Mbl.is hafði spurn­ir af sam­skipt­um Ásmund­ar við for­sæt­is­nefnd vegna máls­ins. Þegar haft var sam­band við þing­mann­inn og hann spurður út í það sagði hann það mjög miður að er­indið skuli hafa lekið út úr for­sæt­is­nefnd. Hann kvaðst vona að það hafi eng­in áhrif á málsmeðferðina en hann sagðist ekki hafa ætlað að ræða málið op­in­ber­lega fyrr en niðurstaða lægi fyr­ir. „Það er mjög al­var­legt að for­sæt­is­nefnd þings­ins sé ekki treyst fyr­ir er­ind­um sem á henn­ar borð koma því í fyll­ingu tím­ans verða þau öll op­in­ber. Ég er mjög sorg­mædd­ur yfir því,“ sagði hann.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Eggert

Bréf Ásmund­ar til for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is:

„Ég und­ir­ritaður, Ásmund­ur Friðriks­son, alþing­ismaður, óska eft­ir því að for­sæt­is­nefnd taki til skoðunar hvort þing­menn­irn­ir, Björn Leví Gunn­ars­son og Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir hafi með neðan­greind­um um­mæl­um sín­um á op­in­ber­um vett­vangi um end­ur­greiðslu þings­ins á akst­urs­kostnaði til mín, brotið í bága við a og c lið 5. gr. og 7. gr, siðreglna fyr­ir alþing­is­menn. Jafn­framt hvort for­sæt­is­nefnd telji þörf á að vísa er­indi þessu til siðanefnd­ar sam­kvæmt 15. gr. siðareglna fyr­ir alþing­is­menn. Mun ég rekja hér að neðan um­mæli þeirra og er ská­letrað það sem ég tel nauðsyn­legt að for­sæt­is­nefnd meti hvort varðað get­ur við áður­nefnd ákvæði siðaregln­anna.

Í umræðuþætt­in­um Silfr­inu þann 25. fe­brú­ar sl. sagði Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir:

„Við sjá­um það að ráðherr­ar þjóðar­inn­ar eru aldrei látn­ir sæta af­leiðing­um, þing­menn þjóðar­inn­ar eru aldrei látn­ir sæta af­leiðing­um. Nú er uppi rök­studd­ur grun­ur um það að Ásmund­ur Friðriks­son hafi dregið að sér fé, al­manna­fé og við eru[m] ekki að sjá viðbrögð þess efn­is að það sé verið að setja á fót rann­sókn á þess­um efn­um.“

Á Face­book síðu sinni skrifaði Þór­hild­ur Sunna þann sama dag eft­ir­far­andi:

„Al­menn hegn­ing­ar­lög inni­halda heil­an kafla um brot op­in­berra starfs­manna í starfi, þessi lög ná eft­ir at­vik­um líka yfir þing­menn og ráðherra, að ógleymd­um lög­um um ráðherra­ábyrgð. Al­menn­ing­ur í land­inu á það skilið að rík­is­sak­sókn­ari taki það föst­um tök­um þegar uppi er grun­ur um brot æðstu ráðamanna í starfi.

Tök­um nokk­ur dæmi. Í 248. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga er[u] fjár­svik refsi­ver[ð]:

  1. gr. Ef maður kem­ur öðrum manni til að haf­ast eitt­hvað að eða láta eitt­hvað ógert með því á ólög­mæt­an hátt að vekja, styrkja eða hag­nýta sér ranga eða óljósa hug­mynd hans um ein­hver at­vik, og hef­ur þannig fé af hon­um eða öðrum, þá varðar það fang­elsi allt að 6 árum.

Sé brotið framið af op­in­ber­um starfs­manni kem­ur það til refsiaukn­ing­ar sbr. 138. grein sönu [sic] laga.

Það er því full­kom­lega eðli­legt að skoða grun­sam­legt akst­urs­bók­hald Ásmund­ar Friðriks­son­ar í þessu ljósi, það er full­kom­lega eðli­legt í rétt­ar­ríki að hann sæti rann­sókn vegna þessa, rétt eins og hver ann­ar sem upp­vís verður að vafa­samri fjár­söfn­un úr vös­um skatt­greiðenda. Það er í verka­hring sak­sókn­ara að rann­saka það. Al­menn­ing­ur ber ekki sönn­un­ar­byrðina hér.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 29. okt sl.:

„Þann 10. okt sl. sagði Ásmund­ur Friðriks­son: "[Pírat­ar] er fólkið sem stend­ur upp í þess­um sal trekk í trekk, ber upp á mann lyg­ar, hef­ur sagt að ég væri þjóf­ur, hafi stolið pen­ing­um af þing­inu — og þau þurfa ekki að standa nein­um reikn­ings­skil."

Þetta er ekki satt. Vissu­lega hef­ur verið talað um að rang­ar skrán­ing­ar í akst­urs­dag­bók geti tal­ist fjár­svik (htt­ps://​www.fretta­bla­did.is/​frett­ir/​fjar­svik-seg­ir-serfra­einguren eng­inn þingmaður Pírata hef­ur ásakað Ásmund um slíkt ... fyrr en núna.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 9. nóv­em­ber sl.:

„Ég skil vel að Ásmund­ur sé þreytt­ur. Það tek­ur á að keyra svona mikið. Það hjálp­ar hins veg­ar ekk­ert að ljúga upp á for­seta og skrif­stofu þings­ins.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 12. nóv­em­ber sl.:

„Fyrst ég er að því, hvað er að því að saka menn um þjófnað þegar það liggja fyr­ir mjög góð gögn um ná­kvæm­lega það sbr. um­mæli um bíla­leigu­bíl, ÍNN þátt og kosn­inga­bar­áttu ... svo fátt eitt sé nefnt. Við skul­um hafa það á hreinu að er­indi mitt varðar _alla_ þing­menn sem hafa fengið end­ur­greiðslu vegna akst­urs­kostnaðar. Vegna þess að skrif­stofa þings­ins hef­ur gefið út að end­ur­greiðslu­beiðnir hafa ekki verið skoðaðar að fullu. For­seti á að sjá til þess að þess­um regl­um sé fylgt og for­sæt­is­nefnd á að hafa eft­ir­lit með því.

Hvað ásök­un­ina varðar. Ég get ekki sent inn er­indi þar sem ég óska eft­ir rann­sókn án þess að í því fel­ist ásök­un. Ég er ekki að segja að hann sé þjóf­ur. Ég er að ásaka hann um þjófnað. Tvennt ólíkt.“

Björn Leví skrifaði á Face­book síðu sína þann 26. nóv­em­ber sl.:

„Rétt og heiðarlega fram ... efti­rá.

Hversu heppi­legt er að "inn­leiðingu" reglna um notk­un bíla­leigu­bíla lauk ein­mitt þegar Ásmund­ur var kom­inn á bíla­leigu­bíl ... eft­ir að það var búið að vekja at­hygli á brot­inu?“

Í fram­an­greind­um um­mæl­um Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur og Björns Leví Gunn­ars­son eru bæði gróf­ar aðdrótt­an­ir og full­yrðing­ar um refsi­verða hátt­semi mína. Tel ég nauðsyn­legt að fá úr því skorið hvort slík um­mæli á op­in­ber­um vett­vangi sam­rým­ist siðaregl­um fyr­ir alþing­is­menn. Þekkt er í póli­tískri bar­áttu að þing­menn láti miður fal­leg orð um and­stæðing­inn falla í umræðu og jafn­vel mjög niðrandi. Hér er hins veg­ar um miklu al­var­legri hluti að ræða þar sem ég er sakaður um hegn­ing­ar­laga­brot. Gengið er svo langt í sum­um um­mæl­um að full­yrt er að ég hafi framið slík brot. Tel ég að með þess­um um­mæl­um sé vegið al­var­lega að æru minni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert