Týndi fötunum og man ekki neitt

Gunnar Bragi Sveinsson á Alþingi í dag.
Gunnar Bragi Sveinsson á Alþingi í dag. mbl.is/​Hari

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ist ekk­ert muna eft­ir kvöld­inu á barn­um Klaustri í nóv­em­ber og held­ur ekki því sem gerðist ein­um og hálf­um sól­ar­hring eft­ir það.

„Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upp­tök­urn­ar, ég týndi föt­un­um mín­um þessa nótt. Það er al­gjört „blac­kout“. Það hef­ur ekki komið fyr­ir mig áður. Þannig að ég velti því fyr­ir mér hvað í fjand­an­um geng­ur á þarna,“ seg­ir Gunn­ar Bragi í viðtali við Lindu Blön­dal í sjón­varpsþætt­in­um 21 á Hring­braut sem verður frum­sýnd­ur klukk­an 21 í kvöld, að því er Kjarn­inn grein­ir frá.

Hann bæt­ir við að reiðin í rödd hans hafi valdið hon­um áhyggj­um og þess vegna hafi hann leitað sér aðstoðar og ekki smakkað áfengi síðan. „Ég vil kom­ast að því hvað gerðist áður en ein­hver önn­ur skref eru tek­in,“ seg­ir hann.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, er einnig gest­ur þátt­ar­ins. Hann seg­ist hafa átt viðtöl við áfeng­is­ráðgjafa og niðurstaða þeirr­ar grein­ing­ar hafi verið að hann sé ekki alkó­hólisti.

Gunn­ar Bragi og Bergþór sneru aft­ur til starfa sinna á Alþingi í dag eft­ir að hafa verið í leyfi vegna þess sem gerðist á Klaustri. 

Bergþór Ólason á Alþingi í dag.
Bergþór Ólason á Alþingi í dag. mbl.is/​​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert