Sólinni fagnað á Siglufirði

mbl.is/Sigurður Ægisson

Þessi feðgin, Sesselía María Jóhannsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson, eru á meðal fjölmargra Siglfirðinga sem fagna því í dag með brosi á vör að sólin er aftur farin að varpa geislum sínum yfir bæinn eftir 74 daga fjarveru, en hún hvarf á bak við fjöllin í suðri 15. nóvember. 

Pönnukökur eru víða á borðum í tilefni þessa og í hádeginu munu nemendur yngri bekkja Grunnskóla Fjallabyggðar heilsa þeirri gulu með viðeigandi söng í kirkjutröppunum eins og þeir hafa gert um árabil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert