Pálmatré í Vogabyggð

Sigurtillagan.
Sigurtillagan. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Pálma­tré, til­laga þýska lista­manns­ins Kar­in Sand­er, bar sig­ur úr být­um í sam­keppn­inni um útil­ista­verk í Voga­byggð. Niðurstaða dóm­nefnd­ar var kynnt í Lista­safni Reykja­vík­ur á Kjar­vals­stöðum síðdeg­is.

Verkið ger­ir ráð fyr­ir að tveim­ur pálma­trjám sé komið fyr­ir í stór­um turn­laga gróður­hús­um og að frá þeim stafi ljós og hlýja. Að auki lagði dóm­nefnd til kaup á verki eft­ir danska list­hóp­inn A Kassen.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að kallað hafi verið eft­ir til­lög­um að verk­um sem myndu styrkja þau mark­mið að mynd­list verði veiga­mik­ill og af­ger­andi hluti um­hverf­is og mann­lífs í Voga­byggð og skapa þannig örv­andi um­hverfi fyr­ir alla ald­urs- og þjóðfé­lags­hópa. 

Í deili­skipu­lagi Voga­byggðar kem­ur fram að lista­verk skuli vera hluti af heild­ar­hönn­un al­menn­ings­rýma í hverf­inu. Það er í sam­ræmi við stefnu borg­ar­yf­ir­valda og hluti af samn­ings­mark­miðum við nú­ver­andi lóðahafa á svæðinu. Fjár­hæð sem verja á til kaupa á lista­verki eða lista­verk­um nem­ur 140 millj­ón­um króna og er verk­efnið kostað sam­eig­in­lega af Reykja­vík­ur­borg og lóðaeig­end­um í Voga­byggð. 

Alls bár­ust 13 til­lög­ur í sam­keppn­ina en þær eru all­ar sýnd­ar á Kjar­vals­stöðum til 7. fe­brú­ar. 

„Til­lag­an er óvænt, skemmti­leg og djörf. Pálma­trjám er komið fyr­ir í tveim­ur sí­völ­um, turn­laga gróður­hús­um sem sett eru niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketil­bjarn­ars­ík­is. Frá þeim staf­ar hlýja og ljós,“ seg­ir meðal ann­ars í um­sögn dóm­nefnd­ar um sig­ur­til­lög­una.

Í dóm­nefnd sátu Hjálm­ar Sveins­son, borg­ar­full­trúi og formaður dóm­nefnd­ar, Signý Páls­dótt­ir, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri menn­ing­ar­mála hjá Reykja­vík­ur­borg, Ólöf Nor­dal, mynd­list­armaður og pró­fess­or við Lista­há­skóla Íslands, auk mynd­list­ar­mann­anna Bald­urs Geirs Braga­son­ar og Ragn­hild­ar Stef­áns­dótt­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert