Skólakerfið sporni við falsfréttum

Menntamálaráðherra segir vísbendingar um að falsfréttir dreifist hraðar en faglegar …
Menntamálaráðherra segir vísbendingar um að falsfréttir dreifist hraðar en faglegar fréttir.

Lilja Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra seg­ir að mennt­un og þekk­ing geti leikið stórt hlut­verk í að sporna gegn fals­frétt­um og staðleys­um á ís­lensk­um sam­fé­lags­miðlum.

„Gagn­rýn­in hugs­un er og verður einn af horn­stein­um ís­lenska skóla­kerf­is­ins og það er mín skoðun að þekk­ing sé okk­ar öfl­ug­asta verk­færi gegn fals­frétt­um, staðleys­um og hat­ursorðræðu. Við get­um gert bet­ur í því að fræða um ein­kenni, eðli og mark­mið fals­frétta, það er viðvar­andi verk­efni sem krefst aðkomu margra,“ seg­ir Lilja spurð um viðbrögð við bréfi Per­sónu­vernd­ar til for­sæt­is- og dóms­málaráðherra.

Í bréf­inu er meðal ann­ars varað við þeim hætt­um sem steðja að lýðræðis­leg­um kosn­ing­um vegna sam­fé­lags­miðla. Ekki náðist í for­sæt­is­ráðherra og dóms­málaráðherra í gær við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Lilja einnig vís­bend­ing­ar uppi um að rang­ar eða mis­vís­andi frétt­ir ferðist nú hraðar og hafi meiri áhrif gegn­um sam­fé­lags­miðla en frétt­ir sem stand­ast fag­leg­ar kröf­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert