Afi Zophaníu fæddist fyrir 228 árum

Zophanía G. Briem varð 94 ára í fyrradag. Afi hennar …
Zophanía G. Briem varð 94 ára í fyrradag. Afi hennar fæddist fyrir 228 árum. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Zophanía Guðmunda Einarsdóttir Briem átti 94 ára afmæli í fyrradag, en afi hennar, Halldór Jónsson, bóndi í Fljótum í Skagafirði, fæddist 15. október 1790, fyrir rúmum 228 árum.

„Þetta langa æviskeið þriggja kynslóða er Íslandsmet,“ skrifar Jónas Ragnarsson á síðuna Langlífi, sem hann heldur úti á Facebook.

Halldór, sem lést 1855, var 62 ára, þegar Einar, yngsti sonur hans og faðir Zophaníu, fæddist 1853. Einar átti 14 börn með tveimur konum. Rósa, amma Ólafs G. Einarssonar, fyrrverandi ráðherra, og Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar, var elst, en Zophanía yngst. Hún fæddist á Siglufirði 1925. Þá var faðir hennar 71 árs, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert