„Þetta er tómt kjaftæði“

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, í miðjunni.
Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, í miðjunni. mbl.is/Hari

„Þetta er tómt kjaftæði,“ segir Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, um fréttaflutning um að hann sé afar ósáttur við stöðu mála í flokknum.

Fram kom í Fréttablaðinu að hann og Birgir Þórarinsson, samflokksmaður hans úr Miðflokknum, séu ósáttir við framgöngu og endurkomu félaga sinna úr flokknum á Alþingi sem höfðu uppi ósæmileg ummæli á Klaustri á síðasta ári.

„Ég er ekki ósáttur. Það var alveg vitað að þeir voru bara í fríi,“ segir Sigurður Páll og bætir við að hann sé á þurru landi en ekki landlaus og á leið í Sjálfstæðisflokkinn eins og haldið var fram, samkvæmt heimildum.

Hann segir stemninguna í Miðflokknum fína og að allir sem hann hefur talað við snúi bökum saman.

Ekki náðist í Birgi Þórarinsson við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert