Vilja endurskoða áform um pálmatré á torginu

Pálmatrén í glerhólkunum í Vogabyggð í Reykjavík.
Pálmatrén í glerhólkunum í Vogabyggð í Reykjavík.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins vilja að end­ur­skoðuð verði áform um að setja upp lista­verk í formi tveggja pálma­trjáa í gler­hjúp­um í Voga­byggð.

Verkið á að kosta 140 millj­ón­ir króna. Hyggj­ast þeir leggja til­lögu þessa efn­is fram á fundi borg­ar­ráðs í dag.

„Þetta er gríðarlega há fjár­hæð, ekki aðeins fyr­ir tvö pálma­tré held­ur einnig í sam­hengi við list­kaup borg­ar­inn­ar. Þetta er marg­föld sú fjár­hæð sem borg­in ver til lista­verka­kaupa á ári,“ seg­ir Eyþór Lax­dal Arn­alds, odd­viti sjálf­stæðismanna. Borg­in greiðir helm­ing kostnaðar og legg­ur innviðagjald á hús­byggj­end­ur fyr­ir hinum helm­ingn­um.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Eyþór að allt komi þetta úr vös­um borg­ar­búa því innviðagjaldið hækki verð íbúða og geri þær auk þess ill­selj­an­legri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert