Vilja endurskoða áform um pálmatré á torginu

Pálmatrén í glerhólkunum í Vogabyggð í Reykjavík.
Pálmatrén í glerhólkunum í Vogabyggð í Reykjavík.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að endurskoðuð verði áform um að setja upp listaverk í formi tveggja pálmatrjáa í glerhjúpum í Vogabyggð.

Verkið á að kosta 140 milljónir króna. Hyggjast þeir leggja tillögu þessa efnis fram á fundi borgarráðs í dag.

„Þetta er gríðarlega há fjárhæð, ekki aðeins fyrir tvö pálmatré heldur einnig í samhengi við listkaup borgarinnar. Þetta er margföld sú fjárhæð sem borgin ver til listaverkakaupa á ári,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna. Borgin greiðir helming kostnaðar og leggur innviðagjald á húsbyggjendur fyrir hinum helmingnum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Eyþór að allt komi þetta úr vösum borgarbúa því innviðagjaldið hækki verð íbúða og geri þær auk þess illseljanlegri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka