Skoði áhrif starfsaldurs og menntunar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði nefndina í kjölfar fundar stjórnvalda og …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði nefndina í kjölfar fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði 19. janúar 2018. mbl.is/​Hari

Taka ætti upp sam­bæri­leg­an vett­vang sam­ráðs milli aðila vinnu­markaðar­ins og stjórn­valda í aðdrag­anda kjara­samn­inga og tíðkast í Nor­egi sam­kvæmt niður­stöðum nefnd­ar um bæt­ur á úr­vinnslu og nýt­ingu töl­fræðiupp­lýs­inga. Nefnd­in hef­ur skilað skýrslu sinni og var hún kynnt á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un.

Þá er í skýrsl­unni lagt til að komið verði á heild­ar­söfn­un launa­upp­lýs­inga beint frá launa­greiðend­um. Nefnd­in legg­ur þó áherslu á að einnig er mik­il­vægt að efla nú­ver­andi laun­a­r­ann­sókn sam­hliða heild­ar­gagna­söfn­un til að áhætta við breytta gagna­söfn­un sé viðun­andi og unnt verði að brúa bilið milli ólíkra gagna og tím­araða.

Skoði áhrif starfs­ald­urs og mennt­un­ar

Nefnd­in bein­ir því einnig til Hag­stof­unn­ar að skoðað verði hvernig launa­vísi­tal­an end­ur­spegli hækk­andi starfs­ald­ur og aukna mennt­un. Niður­stöður grein­ing­ar­inn­ar verði birt­ar op­in­ber­lega og brugðist við ef þær leiða í ljós bjög­un á launa­vísi­töl­unni.

Í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu er haft eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra að hún telji skýrsl­una mik­il­vægt fram­lag til þeirr­ar vinnu sem eigi sér nú stað á vett­vangi stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins. „Bætt launa­töl­fræði er meðal atriða sem ég hef lagt ríka áherslu á að verði bætt til fram­búðar og ég fagna sér­stak­lega til­lögu nefnd­ar­inn­ar um stofn­un kjara­töl­fræðinefnd­ar, sem er vett­vang­ur aðila í aðdrag­anda kjara­samn­inga líkt og tíðkast m.a. í Nor­egi,” er haft eft­ir Katrínu.

Í Nor­egi starfar nefnd um töl­fræðileg­ar und­ir­stöður kjara­samn­inga (TBU), þar sem full­trú­ar heild­ar­sam­taka á vinnu­markaði, stjórn­valda og hag­stof­unn­ar starfa sam­an og birta tölu­leg gögn til und­ir­bún­ings kjara­samn­ing­um og tryggja með því sam­ræmd­an skiln­ing á þeim hag­töl­um sem liggja til grund­vall­ar. Sam­bæri­leg sam­ráðsnefnd á Íslandi myndi skapa vett­vang fyr­ir sam­ræður um for­send­ur í aðdrag­anda kjara­samn­inga, jafnt launa­töl­fræði sem aðrar hag­töl­ur, og auka traust milli aðila. Mark­miðið er að tryggja sam­eig­in­lega sýn aðila á stöðu og þróun launa og efna­hags­mála og ýta und­ir það að tek­ist sé á um efn­is­atriði frek­ar en töl­fræðileg­ar aðferðir eða niður­stöður.

Nefnd­in var skipuð full­trú­um frá for­sæt­is­ráðuneyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti, vel­ferðarráðuneyti, heild­ar­sam­tök­um á vinnu­markaði, Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, rík­is­sátta­semj­ara og Hag­stofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert