Útlit fyrir metnotkun um helgina

Spár gera ráð fyrir allt að -12 gráðum í Reykjavík …
Spár gera ráð fyrir allt að -12 gráðum í Reykjavík um helgina. mbl.is/​Hari

Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist aftur eftir að hún fór minnkandi frá hádegi í gær en spár gera ráð fyrir talsverðu frosti í nótt og á morgun.

Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að gera megi ráð fyrir því að heitavatnsrennslið nái nýju hámarki um helgina og verði þá enn þá meira en nú í vikunni. Enn er því starfað eftir viðbragðsáætlun og fólk er enn beðið að fara vel með heita vatnið. 

Ekki hefur þurft að draga úr afhendingu á heitu vatni til stórnotenda, eins og sundlauga, á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er þó að lítið má út af bera í rekstrinum til að til þess gæti komið.

Veitur hafa þurft að draga úr afhendingu á heitu vatni til stærri notenda í Rangárþingi og Ölfusi. Vonast er til að þar rætist úr eftir helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert