Málefni Reykjavíkurborgar, Klaustursmálið og fyrirhuguð veggjöld eru meðal annars á dagskrá útvarpsþáttarins Þingvellir á K100 sem hefst klukkan 10:00 en umsjónarmaður er Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Gestir fyrri hluta þáttarins eru Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, en umræðuefni verða meðal annars hugmyndir um pálmatré í Vogabyggð og braggamálið.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, eru gestir þáttarins í síðari hluta hans.