Uppsagnir hjá DV

Tveimur blaðamönnum á ritstjórn DV var sagt upp störfum.
Tveimur blaðamönnum á ritstjórn DV var sagt upp störfum. mbl.is/Arnar

Tveimur blaðamönnum á ritstjórn DV og þremur starfsmönnum á auglýsingadeild fjölmiðilsins hefur verið sagt upp störfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri staðfestir þetta í samtali við mbl.is en um er að ræða þá Bjartmar Odd Þey Alexandersson, Björn Þorfinnsson fréttastjóra og Ara Brynjólfsson, en sá síðastnefndi er að færa sig til í starfi.

Kristjón segir að einn blaðamaður komi úr fæðingarorlofi þannig að heildarfækkunin á ristjórninni nemi tveimur.

„Menn spýta bara í lófana, en það er alltaf vont að missa gott fólk,“ segir Kristjón spurður hvort einhverjar breytingar verði á fréttaflutningi DV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert