Leigði bústað og stal úr honum

Bústaðir Viking Cottages eru vestan í Vaðlaheiði, gegnt Akureyri.
Bústaðir Viking Cottages eru vestan í Vaðlaheiði, gegnt Akureyri. Ljósmynd/Viking Cottages

Erlendur karlmaður fór ránshendi um sumarbústað sem hann leigði og gisti í vestan í Vaðlaheiði, gegnt Akureyri, aðfaranótt sunnudags. Hann hafði með sér Bang & Olufsen-hátalara, ullarteppi og vín.

Bústaðurinn er einn af bústöðum Viking Cottages og segir Benedikt Viggósson, eigandi fyrirtækisins, að tjónið hlaupi á 300 til 400 þúsund krónum.

Viking Cottages gerir út fjóra sumarbústaði á svæðinu og segir Benedikt að þetta sé í fyrsta sinn á þremur árum sem hann lendir í þjófnaði.

„Fólk skráir sig sjálft inn og aftur út, þannig að ég hitti viðkomandi aldrei,“ segir Benedikt en karlmaðurinn hafði bókað bústaðinn yfir eina nótt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert