Lögreglan handtók mann í hverfi 112 í nótt og er hann vistaður í fangaklefa þar sem hann var með almenn leiðindi og þar fyrir utan óviðræðuhæfur sökum ölvunar.
Samkvæmt dagbók lögreglu var síðan ofurölvi maður keyrður heim til sín í hverfi 108 þar sem ástand hans var þannig að hann gat sér enga björg veitt á götum úti.
Lögreglumenn veittu athygli tveimur mannlausum bifreiðum í hverfi 107 og við eftirgrennslan kom í ljós að bifreiðunum hafði verið stolið. Var eigendum bifreiðanna tilkynnt um málið.
Ekið var á umferðarljós í hverfi 101 og reyndist ökumaður án ökuréttinda auk þess sem bifreið hans var vanbúin til vetraraksturs.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar og/eða fíkniefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.