Ögmundur óhress með stuðning við Guaidó

„Sannast sagna hélt ég að afhjúpun ósanninda um valdaskipti og …
„Sannast sagna hélt ég að afhjúpun ósanninda um valdaskipti og tilraunir til valdaskipta í Írak, Líbíu, Sýrlandi og nú Venesúela, svo nýjustu dæmin séu nefnd, væri nóg til að íslensk stjórnvöld sæju sóma sinn í því að halda sér alla vega til hlés,“ skrifar Ögmundur á vef sinn í kvöld. mbl.is/Hari

Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er óánægður með þá af­stöðu ís­lenskra stjórn­valda að styðja Juan Guaidó, leiðtoga stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Venesúela, sem for­seta lands­ins, þar til boðað hef­ur verið til nýrra kosn­inga.

Þess­ari skoðun sinni deil­ir ráðherr­ann fyrr­ver­andi á vefsíðu sinni í kvöld, en Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra greindi frá af­stöðu rík­is­stjórn­ar Íslands í sam­tali við mbl.is í kvöld.

„Sann­ast sagna hélt ég að af­hjúp­un ósann­inda um valda­skipti og til­raun­ir til valda­skipta í Írak, Líb­íu, Sýr­landi og nú Venesúela, svo nýj­ustu dæm­in séu nefnd, væri nóg til að ís­lensk stjórn­völd sæju sóma sinn í því að halda sér alla vega til hlés,“ skrif­ar Ögmund­ur á vef sinn og bæt­ir við að í öll­um til­fell­um hafi ger­and­inn verið hinn sami, „banda­lags­ríki Íslands í NATÓ með Banda­rík­in í broddi fylk­ing­ar“.

„Rétt­ast væri að mót­mæla of­beld­inu og ósann­ind­un­um en lág­marks­krafa er að ger­ast ekki svo sví­v­irðilega und­ir­gef­inn heimsauðvald­inu sem þess afstaða rík­is­stjórn­ar og Alþing­is ber vott um,“ skrif­ar Ögmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka