Sögur kvennanna birtar

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Skjáskot/Rúv

Kon­ur sem segj­ast hafa orðið fyr­ir barðinu á Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni opnuðu nú í morg­un bloggsíðuna met­oo-jon­bald­vin.blog.is.

Á síðunni er að finna 23 nafn­laus­ar sög­ur kvenna sem segj­ast vera þolend­ur kyn­ferðis­brota og áreit­is Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar og ná þær sög­ur sem þar eru birt­ar yfir tæp­lega 60 ára tíma­bil.

„Við vilj­um gera þær op­in­ber­ar í anda þeirr­ar bylgju sem farið hef­ur yfir heim­inn og sam­ein­ar kon­ur þegar þær segja:  Ég líka – Me too! Við vilj­um að það sam­fé­lag sem hef­ur litið und­an þrátt fyr­ir að kyn­ferðis­brot hans hafi verið gerð op­in­ber geti nú lesið þær reynslu­sög­ur sem er okk­ar sann­leik­ur. Þannig vilj­um við frelsa okk­ur frá þeirri þján­ingu sem sam­skipti við hann hafa valdið okk­ur í ára­tugi. Við erum frels­inu fegn­ar,“ seg­ir í inn­gangi bloggsíðunn­ar.

„Við hóf­um þessa veg­ferð nokkr­ar kon­ur eft­ir að við fregnuðum að Jón Bald­vin væri enn að áreita kon­ur, með þá von í brjósti að nú mynd­um við af­hjúpa og stöðva þann sem braut gegn okk­ur. Það hef­ur verið reynt áður án ár­ang­urs. Árið 2012 var gert op­in­bert að hann braut gegn Guðrúnu Harðardótt­ur og árið 2013 steig Al­dís Schram fram og gerði af­brot hans kunn­ug. Þær lögðu báðar fram kæru gegn hon­um sem sættu frá­vís­un án rann­sókn­ar. Við viss­um að fleiri kon­ur byggju yfir sömu reynslu og óskuðum eft­ir vitn­is­b­urðum þeirra. Þegar sög­urn­ar fóru að ber­ast áttuðum við okk­ur á stærð máls­ins og vit­um að enn eru fleiri sög­ur ósagðar.

Við vilj­um beina sjón­um að ger­and­an­um Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni fyrr­ver­andi kenn­ara, skóla­meist­ara, rit­stjóra, þing­manni, for­manni Alþýðuflokks­ins, ráðherra og sendi­herra sem hef­ur með mis­beit­ingu valds og með því að mis­nota traust brotið á fjölda kvenna og barna í ár­anna rás. Nöfn okk­ar skipta ekki máli held­ur hann sem ger­andi. Umræðan á að snú­ast um hann, brot hans og af­leiðing­ar þeirra. Það er kom­inn tími til að Jón Bald­vin taki af­leiðing­um gerða sinna. 

Við erum sterk­ari eft­ir þessa reynslu en líka full­ar af auðmýkt og þakk­læti vegna þess mikla stuðnings sem við höf­um notið. Við vilj­um þakka þeim fjöl­mörgu sem hafa haft sam­band við okk­ur og tengst síðunni #met­oo Jón Bald­vin Hanni­bals­son. Þar eru nú um 760 meðlim­ir og er öll­um vel­komið að slást í hóp­inn. Okk­ur finnst margt benda til þess að nú sé sam­fé­lagið til­búið að hlusta og vilji læra af fyrri mis­tök­um.

Við erum stolt­ar af því að stíga þetta skref sem við viss­um að yrði hvorki auðvelt né sárs­auka­laust en það er styrk­ur að gera það sem hóp­ur. Það er líka gott að vita að með því að heyja þessa bar­áttu höf­um við blásið öðrum kon­um kjark í brjóst. Það ger­ir þetta allt sam­an þess virði. 

Sam­einaðar erum við ótta­laus­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert