Átaldi framkomuna úr forsetastól

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis. mbl.is/Eggert

„Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Björns Levís Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar hér áðan. Jafnframt vill forseti minna á orð fyrrverandi forseta þings sem sögð voru við álíka tilefni í þingsal í nóvember 2012, þegar hann sagði að atvik af þessum toga eru ekki við hæfi og að í þessum sal tjái menn sjónarmið sín og viðhorf úr ræðusal.“

Þetta sagði Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokks, úr forsetastól í þingingu áðan, í tilefni af mótmælum þingmanna Pírata, sem stóðu um stund við hlið Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins með svokallaðar „Fokk ofbeldi“-húfur.

Bryndís vísaði þarna til ummæla sem Árni Þór Sigurðsson lét falla úr sæti forseta árið 2012, eftir að þingmennirnir Lúðvík Geirsson og Björn Valur Gíslason gengu til skiptis fram fyrir ræðustól Alþingis með spald sem á stóð „MÁLÞÓF“ er Illugi Gunnarsson var í ræðustól.

Báðir stigu þeir í ræðustól síðar sama kvöld, er rætt var um fjárlagafrumvarp, og báðu Illuga Gunnarsson afsökunar á háttsemi sinni.  Ill­ugi sagðist taka af­sök­un­ar­beiðnina til greina en sagði málið verra fyr­ir Alþingi Íslend­inga.

Brynjar Níelsson sat í forsetastól í þinginu er þingmenn Pírata framkvæmdu „þögul mótmæli“ sín í kvöld og virtist talsvert hissa á framferði þingmannanna. Skömmu síðar skipti hann svo við Bryndísi, sem átaldi framferði þeirra, sem áður segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert