Mótmæltu með „Fokk ofbeldi“-húfum

„Þetta voru þögul mótmæli,“ segir Þórhildur Sunna.
„Þetta voru þögul mótmæli,“ segir Þórhildur Sunna. Skjáskot úr útsendingu frá Alþingi

„Ég held það segi sig sjálft,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, aðspurð hvers vegna hún og Björn Leví Gunnarsson hafi stillt sér upp við hlið Bergþórs Ólasonar í ræðustól Alþingis í dag með Fokk ofbeldi-húfur á höfði.

„Þetta voru þögul mótmæli,“ segir Þórhildur Sunna, en Bergþór sneri aftur á Alþingi í síðustu viku eftir launalaust leyfi vegna Klaustursmálsins.

Bergþór steig í pontu í síðari umræðu um fimm ára samgönguáætlun 2019 til 2023, en hann gegnir starfi formanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Umdeilt hefur verið hvort hann eigi að halda formennsku í nefndinni.

Hann brást ekki við gjörningi þingmanna Pírata í ræðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert