Þjóðveginum lokað og flugi aflýst

Þjóðveginum milli Hvolsvallar og Víkur hefur verið lokað vegna veðurs. …
Þjóðveginum milli Hvolsvallar og Víkur hefur verið lokað vegna veðurs. Búast má við að vindhviður nái allt að 45 m/sek. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Þjóðveginum milli Hvolsvallar og Víkur hefur verið lokað vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður hann líklega opnaður aftur klukkan eitt eftir miðnætti. Veginum um Skeiðarársand, Öræfi og Höfn verður líklega lokað fljótlega og Hellisheiði og Þrengslum verður líklega lokað um klukkan 16 í dag vegna veðurs. Þá hefur óvissustigi verið lýst yfir á Kjalarnesi frá klukkan 18. 

Öllu innanlandsflugi hefur einnig verið aflýst það sem eftir er dags vegna veðurs. Til stóð að fljúga til Akureyrar, Ísafjarðar og Egilsstaða síðdegis. 

Gul viðvör­un er í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Faxa­flóa, Suðaust­ur­landi og á miðhá­lend­inu en app­el­sínu­gul viðvör­un á Suður­landi þar sem geng­ur í aust­anstorm eða -rok og jafn­vel staðbundið ofsa­veður í Aust­ur-Land­eyj­um og und­ir Eyja­fjöll­um. Hviður geta náð allt að 45 metr­um á sek­úndu og hætta er á foktjóni og ekk­ert ferðaveður.

Búast má við því að þjóðvegurinn milli Hvolsvallar og Víkur …
Búast má við því að þjóðvegurinn milli Hvolsvallar og Víkur verði lokaður fram yfir miðnætti. Mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert