Þjóðveginum lokað og flugi aflýst

Þjóðveginum milli Hvolsvallar og Víkur hefur verið lokað vegna veðurs. …
Þjóðveginum milli Hvolsvallar og Víkur hefur verið lokað vegna veðurs. Búast má við að vindhviður nái allt að 45 m/sek. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Þjóðveg­in­um milli Hvolsvall­ar og Vík­ur hef­ur verið lokað vegna veðurs. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni verður hann lík­lega opnaður aft­ur klukk­an eitt eft­ir miðnætti. Veg­in­um um Skeiðar­ársand, Öræfi og Höfn verður lík­lega lokað fljót­lega og Hell­is­heiði og Þrengsl­um verður lík­lega lokað um klukk­an 16 í dag vegna veðurs. Þá hef­ur óvissu­stigi verið lýst yfir á Kjal­ar­nesi frá klukk­an 18. 

Öllu inn­an­lands­flugi hef­ur einnig verið af­lýst það sem eft­ir er dags vegna veðurs. Til stóð að fljúga til Ak­ur­eyr­ar, Ísa­fjarðar og Eg­ilsstaða síðdeg­is. 

Gul viðvör­un er í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Faxa­flóa, Suðaust­ur­landi og á miðhá­lend­inu en app­el­sínu­gul viðvör­un á Suður­landi þar sem geng­ur í aust­an­storm eða -rok og jafn­vel staðbundið ofsa­veður í Aust­ur-Land­eyj­um og und­ir Eyja­fjöll­um. Hviður geta náð allt að 45 metr­um á sek­úndu og hætta er á foktjóni og ekk­ert ferðaveður.

Búast má við því að þjóðvegurinn milli Hvolsvallar og Víkur …
Bú­ast má við því að þjóðveg­ur­inn milli Hvolsvall­ar og Vík­ur verði lokaður fram yfir miðnætti. Mbl.is/​Jón­as Er­lends­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert