Vegir lokist í nærri sólarhring

Búist er við því að loka þurfi vegum í grennd …
Búist er við því að loka þurfi vegum í grennd við höfuðborgarsvæðið í fyrramálið og að lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði gætu varað í tæpan sólarhring. mbl.is/Eggert

Vegagerðin hefur uppfært áætlun sína um lokanir á vegum vegna óveðursins sem gengur upp að suðurströnd landsins í nótt.

Nú er gert ráð fyrir því að vegum um Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes og Mosfellsheiði verði lokað eða þeir ófærir snemma í fyrramálið, en áður hafði áætlunin bara gert ráð fyrir lokunum síðdegis á morgun á milli Hvolsvallar og Víkur og í Öræfum.

Vegagerðin býst ekki við því að hægt verði að opna vegina um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði aftur fyrr en kl. 5 að morgni miðvikudags, en búist við að hægt verði að opna veginn um Kjalarnes kl. 12 á hádegi á morgun.

„Varað er við lélegu skyggni þegar lausamjöllin fer af stað í fyrramálið, víða SV-lands og austur með suðurströndinni,“ segir í ábendingu frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar, þar sem einnig kemur fram að það hláni á láglendi undir 200 metra hæð og að hætt sé við flughálku.

Áætlun Vegagerðarinnar um lokanir á vegum

Hellisheiði og Þrengsli

Lokun kl. 06:00 5. feb.

Líkleg opnun 05:00 6. feb.

Kjalarnes

Lokun kl. 07:00 5. feb.

Líkleg opnun 12:00

Mosfellsheiði

Lokun kl. 07:00 5. feb.

Líkleg opnun 05:00 6. feb. 

Hvolsvöllur – Vík

Lokun kl. 12:00. 5. feb.

Líkleg opnun:  kl 04:00 6. feb.

Skeiðarársandur og Öræfasveit  (Núpsstaður-Höfn)

Lokun kl. 16:00 5. feb. 

Líkleg opnun:  kl 10:00 6. feb.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert