Fagna 20 ára afmæli VG

Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis og fyrrverandi formaður VG og …
Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis og fyrrverandi formaður VG og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, á stofnfundi VG í Rúgbrauðsgerðinni. Morgunblaðið/Jón Svavarson

Vinstri hreyfingin — grænt framboð fagnar því í dag að 20 ár eru liðin frá stofnfundi hreyfingarinnar, sem haldinn var í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík og var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þá kjörinn fyrsti formaður VG.

Afmælinu verður fagnað með afmælisveislu á Grand hóteli um helgina, sem hefst með flokksráðsfundi á föstudag. Afmælishátíðardagskráin sjálf verður svo á laugardag, en meðal þeirra sem þar taka þátt eru Ed Miliband, þingmaður og fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, Kristina Háfoss, fjármálaráðherra Færeyja, Jónas Sjöstedt, formaður Vänsterpartiet í Svíþjóð, Kirsti Bergstø, varaformaður Sosialistisk Venstreparti í Noregi og Pia Olsen-Dyhr, formaður SF í Danmörku.

Afmælisóskunum er þó þegar tekið að rigna yfir forystu og starfsfólk VG, að því er segir í fréttatilkynningu, en á annað hundrað manns hafa boðað komu sína á afmælisfögnuðinn.

Myndir frá flokkstarfinu á fyrstu árum VG.
Myndir frá flokkstarfinu á fyrstu árum VG. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert