Einar Kárason tekur sæti á Alþingi

Einar Kárason rithöfundur.
Einar Kárason rithöfundur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einar Kárason rithöfundur tók sæti á Alþingi í dag sem varamaður Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Einar hefur ekki áður tekið sæti á þingi.

Ágúst Ólafur hefur verið í leyfi frá þingstörfum frá því í lok nóvember á síðasta ári í kjölfar þess að hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hefur setið á þingi í stað Ágústs frá því að hann fór í leyfi en Einar tekur nú við sem annar varaþingmaður Ágústs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert